24ICELAND X SIGRÚNSIGURPÁLS
Í samstarfi við ofurmömmuna, þrif snillinginn og samfélagsmiðlastjörnuna Sigrúnu Sigurpálsdóttir eru lása hálsmenin loksins komin á markað.
Hálsmenin eru hönnuð af 24ICELAND og Sigrúnu. Þau einkennast af tveimur lásum, öðrum minni og hinum stærri. Hálsmenin eru gerð úr ryðfríu stáli og koma í þremur litum; gull, silfur & rósagull.
Herferðin snýst um sambönd, hvort sem það eru vinasambönd eða ástarsambönd, að við séum góð og hlý við hvort annað. Þar ákváðum við að nota orðin “Be Kind” en á lásunum stendur BeKind. Hægt er að ráða hvort stafirnir snúi að þér eða út á við.